Guði sé lof fyrir góða herinn
27.7.2010 | 12:45
Þegar að Bandarískir dómstólar fjalla um ýmis mál í réttarfarsríkinu U.S.A. Þá hafa þeir ákveðin gildi að leiðarljósi, tildæmis réttlæti til handa öllum, allann sannleikann og ekkert nema sannleikann. Skyldi maður ætla að það sé eitthvað sem að hið opinbera ætti að vera sammála um að hafa að leiðarljósi. Nú virðist samt sem áður Bandaríkjaher vita mun betur hvað er gott fyrir bandaríkjamenn heldur en bæði höfundar að stjórnarskránni og dómstólar þessa mikla ríkis. hvað er svo hættulegt og ekki hættulegt fyrir þessa þjóð er væntanlega ekki á færi vígbúins hers að vita, enda væri það hin mesta firra ef að við létum heri heimsins um að útskýra í hverju þjóðar öryggi væri fólgið. bandaríkin ákváðu á sínum tíma að kalla sig fullvalda ríki og fyrirmynd annara ríkja, virðist það því frekar ómögulegt að önnur ríki víki sínu fullveldi til hliðar þegar að Bandarískum stjórnvöldum finnst það viðeigandi..... Ef að Bandarísk stjórnvöld og her telji að plott og undirferli sé hin rétta leið í átt að heimsfriði, skortir á upplýsingarnar um það hvernig það býr til sátt og samlyndi fyrir íbúa heimsins. Friðurinn er landlaus, og réttlætis er það einnig, og varla þekkir skynsemin nokkur landamæri í þessum heimi. Sérhver maður er sinn eigin herra, riddari eða skúrkur, vissulega erfitt að velja en þó ekki ómögulegt :)
Pentagon leitar að heimildarmanni Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.