Og risavaxin þjóðin stækkar en
18.8.2010 | 11:20
Lögreglan sem að uppiheldur lögum og reglum í þessu landi höndlar ekki einu sinni miðborgina um helgar, er alltof fámenn enda vel svelt fjárhagslega. Get eiginlega ekki einu sinni ímyndað mér hvernig 300.000 manna samfélagið , sem er ekki einu sinni á við litla borg á meiginlandinu, hafi nokkuð með slíka stofnun að gera. J. Edgar. Hoover sem að stofnaði F.B.I. í Bandaríkjunum í kringum 1935, notaði sína menn óspart í fyrirbyggjandi verkefni sem ætlað var að safna upplýsingum sem gætu flétt ofan af glæpsamlegu athæfi manna, vitaskuld gekk það oft eftir enda fáir ef nokkur maður laus við synd. Málið er að F.B.I. hleraði mest síma stjórnmálamanna og stunduðu þeir víðtækar njósnir á elítu þessarar miklu þjóðar. Reynt var svo að hemja þetta litla konugríki hans Hoovers, en ævinlega tókst Hoover að verjast öllum atlögum, enda með mikið gagnasafn um mjög marga stjórmálamenn, sem höfðu hluti á samviskuni einsog að hafa haldið frammhjá eiginkonuni, eða að þeir væru hommar, eða bara eitthvað sem gerir mennina mennska. Þegar að john. F. kennedy gerði Róbert Kennedy að dómsmálaráðherra og sá síðarnefndi ætlaði að ráðast gegn skipulagðri glæpastarfsemi . Var Hoover þá ekki með neinn af sínum mönnum í vinnu við neitt slíkt, taldi hann reyndar og trúði því að skipulögð glæpastarfsemi væri varla til í landinu. Nei, mestur mannskapurinn var þá í bullandi vinnu við að ýmist hlera ( ólöglega ) síma eða planta hlerunar búnaði hjá stjórnmálamönnum. Nei ég tel að íslenska ríkið þurfi að forgangsraða sínum verkefnum, byrjum á að tryggja öryggi þegna þessarar þjóðar með fullmannaðri lögreglu, áður en við förum að eyða penningum og mannskap í að finna glæpamenn án gruns né tilefnis... Þetta er lítil þjóð með eyjaskeggjum, eina skipulagða glæpastarfsemin hér er fólgin í frændsemi okkar fólks, og ekki þarf leynilögreglu til þess að fylgjast með fjármálastarfsemi, enda hefði þá fjármálaeftirlitið lítið sem ekkert að gera .
„Leyniþjónusta“ enn upp á yfirborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.